Vöktu Steingrím J. Sigfússon

Lúðvík Lúðvíksson frá Nýju Íslandi og Steingrímur J. Sigfússon
Lúðvík Lúðvíksson frá Nýju Íslandi og Steingrímur J. Sigfússon

Vakningalest Nýs Íslands vakti upp Steingrím J. Sigfússon í morgun. En
með vakningunni vildu samtökin minna á kröfur fólksins í landinu, samkvæmt tilkynningu. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, var ekki heima þegar liðsmenn Nýs Íslands ætluðu að vekja hana í morgun.

Steingrímur afþakkaði boð um að mæta á Austurvöll þar sem Nýtt Ísland stendur fyrir kröfufundi klukkan 15 í dag og meðal ræðumanna verður
Aðalsteinn Baldursson formaður Famsýnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka