Árlegt Búnaðarþing Bændasamtaka Íslands var sett með viðhöfn kl. 13.30 í dag í Súlnasal Hótels Sögu. Þingið stendur til miðvikudagsins 3. mars. Yfirskrift setningarathafnarinnar var „Aftur kemur vor í dal.
Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, hélt setningarræðu og Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra flurri ávarp og veitti árleg landbúnaðarverðlaun.
Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís, flutti
hátíðarræðu og Þjóðlagasveit Tónlistarskólans á Akranesi tók lagið.
Í vikunni verða hefðbundin þingstörf þar sem m.a. verður fjallað um mál sem tengjast umsókn stjórnvalda að Evrópusambandinu, jarðalögum, fjármálum bænda og uppbyggingu félagskerfis þeirra.
Aðgangur er öllum opinn meðan húsrúm leyfir og í boði eru kaffiveitingar.