Hálka og éljagangur á Sandskeiði

Mikill snjór er á höfuðborgarsvæðinu
Mikill snjór er á höfuðborgarsvæðinu mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Það eru hálkublettir víða á Suðurlandi en þó hálka í Ölfusinu. Hálka og éljagangur er á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu. Mosfellsheiði er ófær. Hálka er á köflum í Hvalfirði, Borgarfirði og á Snæfellsnesi. Skógarströndin er þungfær, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Á Vestfjörðum er víðast einhver hálka eða snjóþekja. Allar aðalleiðir eru færar en þungfært er um Strandir sunnan Arnkötludals.

Á Norðurlandi vestra eru víða hálkublettir en þó er hálka á Þverárfjalli og við utanverðan Skagafjörð. Snjókoma er á Siglufjarðarvegi. - Öllu meiri hálka er við Eyjafjörð og áfram norður og austur um, bæði yfir fjöllin og með ströndinni. Á Austur- og Suðausturlandi er hálka, snjóþekja eða krapi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert