Óformleg samskipti við Breta

Samn­inga­nefnd Íslend­inga hef­ur verið í óform­leg­um sam­skipt­um við samn­inga­nefnd Breta í gær og í dag vegna Ices­a­ve- máls­ins og skipst á upp­lýs­ing­um. Ekk­ert hef­ur verið ákveðið um frek­ari form­leg fund­ar­höld nefnd­anna. Sendi­nefnd Íslands er enn í Lund­ún­um.

Elías Jón Guðjóns­son, upp­lýs­inga­full­trúi fjár­málaráðuneyt­isns, seg­ir það rangt að hald­inn hafi verið fund­ur samn­inga­nefnd­anna í gær, leyni­leg­ur eða op­in­ber, en að sam­skipt­in hafi verið eft­ir öðrum leiðum m.a. í síma og með tölvu­póst­um.

Elías sagði að Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra hafi verið í góðu sam­bandi við samn­inga­nefnd­ina í dag og að hann fylg­ist með fram­vindu mála. 

Hol­lend­ing­ar koma ekki beint að sam­skipt­un­um nú en fylgj­ast vel með og er haldið upp­lýst­um, að sögn Elías­ar. Í sam­skipt­un­um hef­ur verið farið bet­ur yfir atriði í til­lög­um Íslend­inga. Erfitt er að segja til um hvort til tíðinda dreg­ur á morg­un eða ekki, að mati Elías­ar en eng­ir form­leg­ir fund­ir hafi verið ákveðnir.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert