Óformleg samskipti við Breta

Samninganefnd Íslendinga hefur verið í óformlegum samskiptum við samninganefnd Breta í gær og í dag vegna Icesave- málsins og skipst á upplýsingum. Ekkert hefur verið ákveðið um frekari formleg fundarhöld nefndanna. Sendinefnd Íslands er enn í Lundúnum.

Elías Jón Guðjónsson, upplýsingafulltrúi fjármálaráðuneytisns, segir það rangt að haldinn hafi verið fundur samninganefndanna í gær, leynilegur eða opinber, en að samskiptin hafi verið eftir öðrum leiðum m.a. í síma og með tölvupóstum.

Elías sagði að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hafi verið í góðu sambandi við samninganefndina í dag og að hann fylgist með framvindu mála. 

Hollendingar koma ekki beint að samskiptunum nú en fylgjast vel með og er haldið upplýstum, að sögn Elíasar. Í samskiptunum hefur verið farið betur yfir atriði í tillögum Íslendinga. Erfitt er að segja til um hvort til tíðinda dregur á morgun eða ekki, að mati Elíasar en engir formlegir fundir hafi verið ákveðnir.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert