Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi sitt verulega

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins á fundi í Valhöll
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins á fundi í Valhöll mbl.is/Golli

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fengi tíu þing­menn til viðbót­ar við sex­tán, sem flokk­ur­inn hef­ur nú, miðað við skoðana­könn­un sem Plús­inn gerði fyr­ir þátt Sig­ur­jóns M. Eg­ils­son­ar, Sprengisand. Sam­fylk­ing­in missti sex þing­menn, fengi fjór­tán í stað tutt­ugu. Vinstri græn­ir misstu tvo, fengju tólf í stað fjór­tán og Fram­sókn bætti við sig tveim­ur, fengi ell­efu í stað níu. 2.500 svöruðu.

Þá var spurt hvaða leiðtoga þjóðin treyst­ir best til að leiða okk­ur út úr vand­an­um. Þrjá­tíu pró­sent treysta Stein­grími J. Sig­fús­syni, 28 pró­sent Bjarna Bene­dikts­syni, 21 pró­sent Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur og tutt­ugu pró­sent Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni.

Vef­ur Sprengisands

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert