Tvær kreppur blasa við

Íslend­ing­ar standa frammi fyr­ir tveim­ur krepp­um, efna­hags­legri og póli­tískri, þar sem ekki tókst að semja um Ices­a­ve-skuld­bind­ing­arn­ar við Breta og Hol­lend­inga, að því er seg­ir í frétt Reu­ters. „Eng­inn hætt­ir sér í fjár­fest­ing­ar á Íslandi á meðan þetta mál er óleyst," seg­ir Lars Christen­sen, yf­ir­maður grein­ing­ar­deild­ar Danske Bank..

Í frétt Reu­ters kem­ur fram að svo lengi sem Ices­a­ve deil­an hang­ir yfir Íslend­ing­um megi bú­ast við því að fjár­mun­ir rati inn í hag­kerfið. Eins að hér ríki póli­tísk­ur óstöðug­leiki á sama tíma og rík­is­stjórn­in þarf að taka á sig ábyrgðina af óreiðunni sem veld­ur því að ís­lensk­ir skatt­greiðend­ur sitja uppi með mikl­ar skuld­bind­ing­ar næstu árin.

Mats Olaus­son, yf­ir­maður grein­ing­ar á þró­un­ar­mörkuðum hjá sænska bank­an­um SEB, seg­ir að ef deil­an leys­ist ekki fyr­ir 2011 er auk­in hætta á van­skil­um rík­is­ins en enn sé lang­ur tími til stefnu.

„Ef niðurstaðan verður nei þann 6. mars, þá er ekki nauðsyn­legt að rík­is­stjórn­in seg­ir af sér en staða henn­ar verður veru­lega löskuð. Og ég held að það sé ekki ann­ar raun­hæf­ur mögu­leiki strax," bæt­ir hann við.

 Christen­sen seg­ir ein­ung­is eitt í stöðunni fyr­ir Íslend­inga á næst­unni - strangt mein­læta­líf.

Grein Reu­ters í heild

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert