Bænastund á Austurvelli

Bænastund verður á Austurvelli á miðvikudag.
Bænastund verður á Austurvelli á miðvikudag. Ómar Óskarsson

Full­trú­ar krist­inna trú­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu ætla að koma sam­an til stuttr­ar bæna­stund­ar á Aust­ur­velli n.k miðviku­dag, 3. mars,  kl. 12:30. Til­gang­ur­inn er að biðja fyr­ir þjóðinni og ráðamönn­um henn­ar. Með því vill hóp­ur­inn und­ir­strika að kristið fólk ber hag þjóðar­inn­ar mjög fyr­ir brjósti.

Hóp­ur­inn hef­ur hist í há­deg­inu á miðviku­dög­um í Friðrik­skap­ellu í rúm­lega eitt og hálft ár til að biðja fyr­ir ís­lensku þjóðinni, vel­ferð henn­ar og lausn á marg­vís­leg­um vanda. Bæna­stund­irn­ar hóf­ust tveim­ur mánuðum fyr­ir hrun og hafa haldið áfram síðan, að því er seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert