Félagsfundur í Flugvirkjafélagi Íslands felldi í kvöld kjarasamning sem nýlega var gerður við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair. Alls mættu 99 félagsmenn á fundinn og var samningurinn „kolfelldur“ samkvæmt upplýsingum mbl.is.
Nú stefnir í áður boðað ótímabundið verkfall flugvirkja þann 22. mars næstkomandi, nema kjarasamningar náist fyrir þann tíma.
Flugvirkjar boðuðu til vikulangs verkfalls hjá Icelandair og hófst það á miðnætti 22. febrúar. Verkfallinu var síðan frestað klukkan 8 morguninn eftir eftir næturfund samninganefnda flugvirkja og Icelandair. Nú hefur sá samningur, sem náðist, verið felldur.