Funda mögulega á morgun

Samninganefndin hefur enn ekki átt formlega fundi með viðsemjendum frá …
Samninganefndin hefur enn ekki átt formlega fundi með viðsemjendum frá því hún kom til London á laugardag. Ómar Óskarsson

Mögulega verða formlegir fundir haldnir á morgun í Icesave-deilunni. Íslenska samninganefndin hélt til London á laugardag, en hefur enn ekki átt formlega fundi með viðsemjendum sínum.

„Það hafa verið kynntar fyrir þeim [Bretum] tilteknar hugmyndir, það var gert í gær, og viðbrögð þeirra við þeim hugmyndum gefa okkur tilefni til þess að fresta heimför,“ segir Guðmundur Árnason sem sæti á í samninganefndinni. Til stóð að nefndin héldi heim í kvöld.

Meira í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert