Lítið snjóflóð við Siglufjörð

Frá vinnusvæði Háfells við Héðinsfjarðargöngin
Frá vinnusvæði Háfells við Héðinsfjarðargöngin Af vef Háfells

Snjóflóð féll í Skútudal á veginn rétt við Héðinsfjarðargöngin í gær. Ekki var um stórt flóð að ræða, sennilega bara snjóspýja, en samkvæmt upplýsingum frá Háfelli, sem sér um byggingu ganganna, kom á óvart hvar flóðið féll.

Talsvert hefur snjóað á svæðinu undanfarna daga en ekkert var að veðri í gær þegar flóðið féll.

Jarðgöngin eru 3,7 km löng milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar og 6,9 km löng milli Ólafsfjarðar og Héðinsfjarðar. Breidd ganganna er 8,6 metrar.  Jarðgöng milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar eru grafin frá Siglufirði, göngin milli Héðinsfjarðar og Ólafsfjarðar eru grafin frá báðum endum. Vegskálarnir verða um 450 metrar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert