Íslenskar mæður eru þekktar fyrir að vera duglegar að fara út að labba með litlu krílin í vögnunum sínum en sumar þeirra láta ekki þar við sitja heldur nýta göngutúrana sem íþróttagrein.
Hann vekur heilmikla athygli, hópur nýbakaðra mæðra sem kemur saman í Laugardalnum þrisvar sinnum í viku með afkvæmi sín í barnavögnum. Þá nýta konurnar sem æfingatæki til að koma sér í form undir styrkri stjórn Höllu Bjargar Lárusdóttur ljósmóður og Melkorku Árnýjar Kvaran íþróttakennara.