Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað bótakröfu manns, sem sat í gæsluvarðhaldi á árinu 2008, grunaður um aðild að fjórum ránum, sem framin voru í verslunum í Breiðholti.
Maðurinn var handtekinn í mars 2008 eftir að vitni hafði borið kennsl á hann sem einn þriggja manna, sem frömdu rán í verslum við Suðurfell. Hann sat í gæsluvarðhaldi í 5 sólarhringa en neitaði ávallt sök. Var rannsókn gagnvart honum hætt í júlí.
Maðurinn höfðaði skaðabótamál á hendur ríkinu og krafðist 2 milljóna króna í bætur. Héraðsdómur segir hins vegar, að bótakrafan hafi fyrnst vegna þess að málið var höfðað rúmum 8 mánuðum frá því að maðurinn fékk vitneskju um að málið hafði verið fellt niður.