Sex lifandi ættliðir þar sem flestir eru í karllegg er sennilega einsdæmi

Það fór vel á með litla kút og langalangalangafanum.
Það fór vel á með litla kút og langalangalangafanum. Ljósmynd Haraldur Guðjónsson

Þeir gerast ekki lengri afarnir en hann Gissur Ó. Erlingsson, sem eignaðist fyrsta barnabarnabarnabarnabarnið sitt á fimmtudag. Þar með eru ættliðirnir orðnir sex talsins sem er afar sjaldgæft, ekki síst þar sem flestir þeirra eru karlkyns.

Það var stór stund á laugardag þegar Gissur heimsótti dóttursonarsonarsonarsoninn og foreldra hans, Fjölni Ólafsson og Völu Bjarneyju Gunnarsdóttur. „Heldurðu að mér lítist ekki vel á hann? Það er ekki annað hægt enda er þetta heldur betur myndarpiltur og virðist vera geysilega öflugur,“ sagði Gissur stoltur þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans. „Ég átti nú alls ekki von á því að ná þeim áfanga að verða langalangalangafi, ekki fram á síðustu stundu.“

Afi litla drengsins er barítónsöngvarinn Ólafur Kjartan, sonur Sigurðar Rúnars „Didda fiðlu“ Jónssonar sem er nú nýbakaður langafi. Móðir hans er langalangamman Jóhanna Gissurardóttir Erlingssonar, en faðir hennar Gissur fæddist 21. mars árið 1909 og verður því 101 árs eftir þrjár vikur.

Sjá nánari umfjöllun um þetta óvenjulega mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert