VG stærra en Samfylkingin

Breyting hefur orðið á fylgi stjórnmálaflokkanna.
Breyting hefur orðið á fylgi stjórnmálaflokkanna. mbl.is/RAX

Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mests fylgis íslensku stjórnmálaflokkanna. Vinstrihreyfingin grænt framboð nýtur nú meira fylgis en Samfylkingin samkvæmt frétt Sjónvarpsins. Fylgi við ríkisstjórnina hefur minnkað frá því í janúar og nýtur hún nú 47% fylgis.

Ríkisstjórnin nýtur nú 47% fylgis en var með um 50% fylgi í janúar síðastliðnum. Fylgi Samfylkingarinnar hefur minnkað frá því í janúar og er það 23,2%. VG er með 25% fylgi og nýtur því meira fylgis en samstarfsflokkurinn í ríkisstjórninni. Er þetta í fyrsta sinn frá því ríkisstjórnin var mynduð að VG njóti meira fylgis en Samfylkingin.

Sjálfstæðisflokkurinn nýtur nú 32% fylgis, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Flokkurinn naut sama fylgis í könnun í janúar.

Framsóknarflokkurinn naut 14% fylgis í könnuninni og hefur bætt við sig frá því í janúar. Ef gengið yrði til kosninga nú myndu 5% kjósa aðra flokka. Þar er um að ræða fylgismenn Borgarahreyfingarinnar, Frjálslynda flokksins og Hreyfingarinnar. 

Könnunin var net- og símakönnun sem hófst 27. janúar og lauk í gær. Tæplega 7.000 var boðið að taka þátt og 67% svöruðu könnuninni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka