Vill afþakka aðstoð AGS

Ísland á að fá aðstoð sérfræðinga við að vinna bug á efnahagsvandanum án aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir Birgitta Jónsdóttir þingmaður Hreyfingarinnar.

Þingsályktunartillaga sem Birgitta flytur á þingi í dag gengur út á að Ísland vinni sig út úr efnahagsþrengingunum án aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Að tillögunni standa auk Birgittu Jónsdóttur, Þór Saari og Margrét Tryggvadóttir auk framsóknarmannanna Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Höskuldar Þórhallssonar og Eygló Harðardóttir.

 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert