Ísland á að fá aðstoð sérfræðinga við að vinna bug á efnahagsvandanum án aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir Birgitta Jónsdóttir þingmaður Hreyfingarinnar.
Þingsályktunartillaga sem Birgitta flytur á þingi í dag gengur út á að Ísland vinni sig út úr efnahagsþrengingunum án aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Að tillögunni standa auk Birgittu Jónsdóttur, Þór Saari og Margrét Tryggvadóttir auk framsóknarmannanna Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Höskuldar Þórhallssonar og Eygló Harðardóttir.