39 misstu vinnu í hópuppsögnun í febrúar

Atvinnuleysi hefur vaxið á hratt í vetur.
Atvinnuleysi hefur vaxið á hratt í vetur. Ómar Óskarsson

Vinnumálastofnun bárust þrjár hópuppsagnir í febrúar, þar sem sagt var upp 39 manns.  Um er að ræða fyrirtæki í mannvirkjagerð, og upplýsinga og útgáfustarfsemi.

Í dag eru 17.597 skráðir atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun, þar af 10.502 karlar. Atvinnuleysi hefur aukist stöðugt frá áramótum en þá voru 15.329 skráðir atvinnulausir.

Hafa ber í huga að inn í tölu atvinnulausra er líka hópur fólks sem er í hlutavinnu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert