Án samráðs við stjórnarandstöðu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi. Heiðar Kristjánsson

„Þess­ar svo­kölluðu óform­legu viðræður fara fram án sam­ráðs við stjórn­ar­and­stöðuna og eru bara á veg­um fjár­málaráðherra,“ seg­ir Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins um viðræðurn­ar sem nú fara fram í London um Ices­a­ve.

„Miðað við hvernig fjár­ráðherr­ann tal­ar sýn­ist mér þær snú­ast fyrst og fremst um það sam­eig­in­lega mark­mið rík­is­stjórna Íslands, Bret­lands og Hol­lands, að kom­ast hjá þjóðar­at­kvæðagreiðslu held­ur en samn­ingsniður­stöðuna,“ seg­ir Sig­mund­ur Davíð.

Sig­mund­ur Davíð seg­ir að yf­ir­lýs­ing­ar Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar fjár­málaráðherra um að nú sé tæki­færið til að semja dæma­laus­ar. „Hver seg­ir svona í miðjum samn­ingaviðræðum?“

Sig­mund­ur Davíð seg­ist ekki hafa hug­mynd um hvað verið sé að ræða í London þessa stund­ina. Hann seg­ir að Lee Buchheit hafi sagt á fundi fyr­ir skömmu, að það væri stór­hættu­legt að ljá máls á því að fresta eða hætta við þjóðar­at­kvæðagreiðsluna. Hún væri okk­ar sterk­asta vopn. Samt hafi for­sæt­is­ráðherra og fjár­málaráðherra ýjað að því hvað eft­ir annað að það kæmi til greina. „Þess vegna ótt­ast ég að þess­ar viðræður núna snú­ist um það sam­eig­in­lega mark­mið að kom­ast hjá þjóðar­at­kvæðagreiðslunni.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert