Bretar vilja ræða málin áfram

DYLAN MARTINEZ

Hætt hefur verið við að halda símafund í kvöld á milli formanna stjórnmálaflokkanna og samninganefndar Íslands í Icesave-málinu. Líklegt er hins vegar að slíkur fundur verði haldinn í fyrramálið.

Þá hefur ákvörðun um heimför samninganefndarinnar verið frestað. Fyrr í kvöld sagði Guðmundur Árnason, sem situr í samninganefndinni, að þar sem ekki væri útlit fyrir frekari fundi á næstu dögum, myndi nefndin halda frá London á morgun. Nú vilja hins vegar Bretar ræða málin áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert