Fáir treysta bankakerfinu

Aðeins um 5% Íslendinga treysta bankakerfinu og 13% treysta Alþingi, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, sem sagt var frá í fréttum Ríkisútvarpsins. Flestir Íslendingar treysta lögreglunni, eða rúm 80%, sem er svipað og í fyrra. Þar á eftir kemur Háskóli Íslands með 76% traust.

Í könnuninni kom fram, að 15% sögðust treysta Seðlabankanum og 11% Fjármálaeftirlitinu. 22% treysta borgarstjórn Reykjavíkur en fyrir tveimur árum var það traust 9%.

Tvö embætti fá í fyrsta sinn traustsmælingu hjá Gallup. 57% sögðust treysta embætti sérstaks saksóknara, en tæp 30% treysta embætti ríkissaksóknara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka