Breytingar á ástandi efnahagsmála koma skýrt fram í starfsemi við höfnina. Á síðasta ári fækkaði skipakomum til hafna Faxaflóahafna. Þangað kom 451 flutningaskip í stað 574.
Fækkunin nemur fimmtungi. Aftur á móti fjölgaði togurum og öðrum fiskiskipum úr 625 í 711 eða um 13%. Tekjur Faxaflóahafna drógust mjög saman frá árinu á undan vegna samdráttar í almennum innflutningi.
Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.