Hannes Hlífar sigraði Nataf

Nataf og Hannes eigast við.
Nataf og Hannes eigast við. MP Reykjavíkurskákmótið

Hannes Hlífar Stefánsson sigraði franska stórmeistarann Nataf í áttundu og næstsíðustu umferð MP Reykjavíkurmótsins sem fram fór í dag.  Hannes fórnaði skiptamun í byrjun skákar og sá franski enga betri vörn en að fórna honum til baka.   Hannes fékk þá betri stöðu sem hann vann svo örugglega í 72 leikjum. 

Þetta er annað árið í röð sem Hannes vinnur Frakkann í áttundu umferð á Reykjavíkurmótinu!  
 
Indverjinn Gupta sigraði Bosníumanninn Ivan Sokolov og eru þeir efstir og jafnir fyrir lokaumferðina.  Þeir mætast einmitt á morgun og mun Hannes stjórna hvítu mönnunum.   Hannes hefur sigrað á Reykjavíkurskákmótinu tvö ár í röð og því góðir möguleikar á þriðja sigri hans á Reykjavíkurskákmótinu á jafnmörgum árum. 
 
Enn er allmörgum skákum ólokið á efstu borðum, samkvæmt frétt Gunnars Björnssonar, forseta Skáksambands Íslands. Nánari fregnir berast um umferðina síðar í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka