Haraldur endurkjörinn formaður

Ný stjórn Bændasamtakanna. Frá vinstri, Jóhannes, Vigdís, Sigurbjartur, Haraldur, Sveinn, …
Ný stjórn Bændasamtakanna. Frá vinstri, Jóhannes, Vigdís, Sigurbjartur, Haraldur, Sveinn, Guðný og Árni.

Har­ald­ur Bene­dikts­son var end­ur­kjör­inn formaður Bænda­sam­taka Íslands á búnaðarþingi sem nú stend­ur yfir. Har­ald­ur fékk öll 45 at­kvæði þeirra sem sitja á búnaðarþingi.

Sex aðrir voru kosn­ir í stjórn með Har­aldi, en ell­efu þing­full­trú­ar gáfu kost á sér til stjórn­ar­setu. Úrslit kosn­ing­anna urðu þau að Sveinn Ingvars­son í Reykja­hlíð fékk 45 at­kvæði, Jó­hann­es Sig­fús­son á Gunn­ars­stöðum fékk 41 at­kvæði, Sig­ur­bjart­ur Páls­son á Skarði fékk 40 at­kvæði, Vig­dís M. Svein­björns­dótt­ir á Eg­ils­stöðum fékk 40 at­kvæði, Árni Brynj­ólfs­son á Vöðlum fékk 23 at­kvæði og Guðný Helga Björns­dótt­ir á Bessa­stöðum fékk 22 at­kvæði.

Ein­ar Ófeig­ur Björns­son í Lóni var næst­ur inn í stjórn og hlaut 20 at­kvæði. Þeir Sveinn, Jó­hann­es og Sig­ur­bjart­ur sátu all­ir í síðustu stjórn Bænda­sam­tak­anna en þau Vig­dís, Árni og Guðný Helga koma ný inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert