Helmingur braut gegn ákvæðum um hámarksafla

 Friðrik Friðriksson, lögmaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir á vef sambandsins að það sé staðreynd að a.m.k. helmingur þeirra 554 báta sem stunduðu svokallaðar strandveiðar á síðasta sumri braut gegn ákvæðum reglugerðar um hámarksafla.

„Þau svör sem við höfum fengið frá Fiskistofu staðfesta í raun allar okkar verstu grunsemdir um það stjórnleysi sem einkenndi veiðarnar. Svörin undirstrika einnig það úrræðaleysi sem eftirlitsaðilar stóðu frammi fyrir. Strandveiðarnar hafa búið til stjórnsýslulegan óskapnað. Eftirlit með þeim er jafnmikið og eftirlit með öllum veiðum alls íslenska fiskiskipaflotans allan ársins hring," segir Friðrik ennfremur.

Samkvæmt upplýsingum sem LÍÚ hefur fengið frá Fiskistofu hafa 224 aðilar þegar fengið tilkynningu um álagningu vegna umframafla. Heildarupphæð álagningar nam um átta milljónum króna. Þá er enn eftir að leggja gjald á 50 til 70 aðra vegna vegna veiða umfram leyfðan afla í hverri veiðiferð, að því er segir í frétt á vef LÍÚ.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert