Helmingur braut gegn ákvæðum um hámarksafla

 Friðrik Friðriks­son, lögmaður Lands­sam­bands ís­lenskra út­vegs­manna, seg­ir á vef sam­bands­ins að það sé staðreynd að a.m.k. helm­ing­ur þeirra 554 báta sem stunduðu svo­kallaðar strand­veiðar á síðasta sumri braut gegn ákvæðum reglu­gerðar um há­marks­afla.

„Þau svör sem við höf­um fengið frá Fiski­stofu staðfesta í raun all­ar okk­ar verstu grun­semd­ir um það stjórn­leysi sem ein­kenndi veiðarn­ar. Svör­in und­ir­strika einnig það úrræðal­eysi sem eft­ir­litsaðilar stóðu frammi fyr­ir. Strand­veiðarn­ar hafa búið til stjórn­sýslu­leg­an óskapnað. Eft­ir­lit með þeim er jafn­mikið og eft­ir­lit með öll­um veiðum alls ís­lenska fiski­skipa­flot­ans all­an árs­ins hring," seg­ir Friðrik enn­frem­ur.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um sem LÍÚ hef­ur fengið frá Fiski­stofu hafa 224 aðilar þegar fengið til­kynn­ingu um álagn­ingu vegna um­framafla. Heild­ar­upp­hæð álagn­ing­ar nam um átta millj­ón­um króna. Þá er enn eft­ir að leggja gjald á 50 til 70 aðra vegna vegna veiða um­fram leyfðan afla í hverri veiðiferð, að því er seg­ir í frétt á vef LÍÚ.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka