Kann að frestast um viku

Jóhanna Sigurðardóttir segir möguleika á að fresta þjóðaratkvæðagreiðslunni til dæmis um viku ef samningar við Breta og Hollendinga eru á lokastigi. Þetta sagði hún að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.

Í máli forsætis- og fjármálaráðherra kom fram að næstu klukkustundir ræðu úrslitum um það hvernig að þjóðaratkvæðagreiðslunni yrði staðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka