Norðmenn eiga að aðstoða Íslendigna

Jan Davidsen.
Jan Davidsen.

Tveir for­víg­is­menn í norsku verka­lýðshreyf­ing­unni skrifa les­enda­bréf í Dag­bla­det í Nor­egi í dag þar sem norsk stjórn­völd eru hvött til þess að greiða út lán til Íslend­inga óháð end­ur­skoðun Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins á efna­hags­áætl­un Íslands.

Þeir Jan Dav­idsen, formaður Fag­for­bundet, sem er stærsta verka­lýðsfé­lag norskra bæj­ar- og heil­brigðis­starfs­manna, og  Kjart­an Lund, fram­kvæmda­stjóri NOFS, sem eru nor­ræn regn­hlíf­ar­sam­tök banda­laga starfs­manna rík­is og bæja, segja í les­enda­bréf­inu, að Norðmenn geti lagt sitt að mörk­um til að stuðla að því, að efna­hags­leg end­ur­reisn Íslands taki 5 ár en ekki 50 ár.

„Við get­um notað efna­hags­leg­an styrk okk­ar til að snúa tafl­inu um framtíð Íslands við. Þetta er sögu­legt tæki­færi sem við get­um gripið ef póli­tísk­ur vilji er fyr­ir hendi," segja þeir.

Bréfið í heild

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert