Þrír ökumenn voru teknir í Reykjavík fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Þetta voru allt karlar á þrítugsaldri en í bíl eins þeirra fundust jafnframt fíkniefni. Hinir sömu höfðu allir þegar verið sviptir ökuleyfi.
Ellefu ökumenn voru teknir
fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um
helgina. Sex voru stöðvaðir á laugardag og fimm á sunnudag. Níu
voru teknir í Reykjavík og einn í Kópavogi og Mosfellsbæ. Þetta voru
sjö karlmenn á aldrinum 20-50 ára og fjórar konur, 18-29 ára.
Talsvert er um að bílum sé stolið á
höfuðborgarsvæðinu, að sögn lögreglunnar, sem ítrekar þau tilmæli til bíleigenda að skilja ekki bílana eftir ólæsta og í gangi.