Samið vegna 365 miðla

Blaðamannafélagið og Samtök atvinnulífsins hafa gert kjarasamning vegna 365 ljósvakamiðla.
Blaðamannafélagið og Samtök atvinnulífsins hafa gert kjarasamning vegna 365 ljósvakamiðla. Ríkissáttasemjari

Blaðamanna­fé­lag Íslands og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins und­ir­rituðu í dag hjá Rík­is­sátta­semj­ara kjara­samn­ing vegna 365 ljósvakamiðla. Samn­ing­ur­inn er ótíma­bund­inn.

365 miðlar hafa verið með sér­stak­an kjara­samn­ing við Blaðamanna­fé­lagið vegna til­tek­inna starfs­manna Stöðvar 2. Samn­ing­ur­inn er að upp­lagi frá því Stöð 2 var í eigu ann­ars fyr­ir­tæki og áður en hún rann inn í 365 miðla.

Kjara­samn­ing­ur starfs­manna Stöðvar 2 hef­ur verið frá­brugðinn aðal­kjara­samn­ingi Blaðamanna­fé­lags­ins í  nokkr­um atriðum.

Þóra Krist­ín Ásgeirs­dótt­ir, formaður Blaðamanna­fé­lags­ins, sagði að sér­samn­ing­ur­inn við 365 ljósvakamiðla vegna þess­ara starfs­manna muni falla niður með tíð og tíma. Þeir starfs­menn sem störfuðu eft­ir fyrr­nefnd­um samn­ingi muni þó halda áfram öll­um sín­um rétt­ind­um og meira til þar til þeir láta af störf­um.

Starfs­menn Stöðvar 2 munu í framtíðinni vinna eft­ir aðal­kjara­samn­ingi BÍ en að auki gilda ýms­ir viðauk­ar til að tryggja óbreytt rétt­indi þess­ara starfs­manna. Starfs­menn sem ráðnir verða til Stöðvar 2 í framtíðinni munu einnig njóta ým­issa rétt­inda sem var að finna í kjara­samn­ingi Stöðvar 2.

All­ar launa­hækk­an­ir sem verða sam­kvæmt aðal­kjara­samn­ingi BÍ munu einnig gilda fyr­ir þessa starfs­menn.

Blaðamanna­fé­lagið og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins und­ir­rituðu aðal­kjara­samn­ing 2. des­em­ber síðastliðinn. Sá samn­ing­ur gild­ir til 31. des­em­ber 2010.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert