Þekkja vel hegðun Guðbjarna

Lögreglan þekkir vel til ferða Guðbjarna Traustasonar, fangans sem nú er leitað, segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn. Guðbjarni var handtekinn vegna aðildar sinnar að Pólstjörnumálinu svokallaða, en lögreglan fylgdist með ferðum Guðbjarna í langan tíma áður en hann var handtekinn.

Karl Steinar segir lögregluna hafa fengið töluvert að vísbendingum þess efnis að Guðbjarni sé á landinu en fréttir þess efnis að hann hafi komist til Alicante á Spáni hafa einnig verið á kreiki, meðal annars á heimasíðu Frjálslynda flokksins.

Nokkuð sjaldgæft er að fangar sem flýja úr fangelsi nái að fara huldu höfði í jafn langan tíma og Guðbjarna hefur tekist nú.

Guðbjarni var dæmdur í 7 ára og fimm mánaða fangelsi vegna aðildar sinnar að Pólstjörnumálinu en hann og félagar hans reyndu að smygla 40 kílóum af hörðum fíkniefnum og 1800 e-töflum með skútu til Fáskrúðsfjarðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert