Yfir 300 bíða afplánunar dóma

Guðbjarni Traustason hefur enn ekki komið í leitirnar eftir að …
Guðbjarni Traustason hefur enn ekki komið í leitirnar eftir að hann fékk dagsleyfi sl. föstudag.

Páll Winkel, fangelsismálastjóri, sagði í Kastljósi Sjónvarpsins, að 133 afplánunarrými og rúmlega 300 biðu þess að komast í afplánun. Um væri að ræða menn, sem hafa hlotið dóma fyrir allskonar brot en reynt væri að forgangsraða eins og hægt væri og gæsluvarðhald hefði forgang.

Þá kom fram hjá Páli, að á 1800 manns bíða síðan afplánunar vararefsingar, sem verður virk þegar sektir eru ekki greiddar.  Hann sagði að reynt yrði að vinna á báðum þessum listum þegar bráðabirgðafangelsið Bitra verður tekið í notkun.

Páll sagði aðspurður að nánast eingöngu hefðu þeir afbrotamenn hafið afplánun á síðustu misserum, sem setið hefðu áður í gæsluvarðhaldi eða rofið skilorð. Afar fáir þeirra, sem hlotið hefðu fangelsisdóm af öðrum orsökum hefðu hafið afplánun.  

Fram kom að Guðbjarni Traustason, refsifangi sem fékk dagsleyfi sl. föstudag og hefur ekki enn skilað sér í fangelsið, hefði skrifað á Facebook-síðu sína á Netinu á föstudaginn að hann undirbúi að leggja land undir fót. Páll sagðist ekki fylgjast með Facebook-síðum fanga en auðvitað ætti Guðbjarni ekki að vera á Facebook. Hann kynni hins vegar vera að vísa til þess, að hann gæti verið utan fangelsisveggjanna í 12 tíma.

ÞAð gerðist síðast árið 1995 að fangi skilaði sér ekki úr dagsleyfi, að sögn Páls.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert