Aflamet hjá Arnari í einni veiðiferð

Arnar HU-1.
Arnar HU-1. Alfons Finnsson

Arnar HU-1, frystitogari frá Skagaströnd í eigu útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækisins FISK Seafood á Sauðárkróki, kom með 900 tonn að landi í vikunni eftir 17 daga veiði í Barentshafi.

Aflaverðmætið er um 260 milljónir króna, sem er met hjá Arnari eftir einn túr, að því er segir á vef Skagastrandar.

Aflinn var að mestum hluta þorskur, eða 720 tonn, en um 180 tonn af öðrum tegundum, aðallega ýsu.

Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert