Áhugi Álftnesinga á sameiningu kannaður

Frá Álftanesi.
Frá Álftanesi. mbl.is/Golli

Bæjarráð Álftaness samþykkti á fundi sínum í kvöld að leggja skoðanakönnun fyrir bæjarbúa á laugardaginn og kanna hug þeirra til sameiningar Álftaness við annað sveitafélag.

Bæjarbúum gefst kostur á að taka þátt í könnuninni á sama tíma og þeir kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Forsvarsmenn A-listans mótmæltu þröngum valmöguleikum í könnuninni á bæjarráðsfundinum. Spurt verður hvort viðkomandi sé hlynntur því að Álftanes sameinist öðru sveitafélagi. Svo er hægt að haka við já, nei eða hlutlaus.

Aftur á móti vildi Sigurður Magnússon, oddviti A-listans, að mögulegt væri að haka við annan möguleika, það er, hvort íbúar væru tilbúnir að búa í sjálfstæðu sveitafélagi eftir að fjárhagslegri endurskipulagningu væri lokið og í ljós kæmi að Álftanes væri fjárhagslega sjálfbært sveitafélag. Tillaga þess eðlis var felld af meirihlutanum á bæjarráðsfundinum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert