Bændur ítreka andstöðu við ESB-aðild

Frá búnaðarþingi.
Frá búnaðarþingi.

Samþykkt var ályktun á búnaðarþingi í dag, þar sem ítrekuð er andstaða við aðild Íslands að Evrópusambandinu og þeirri skoðun lýst, að farsælast sé að stjórnvöld dragi aðildarumsóknina nú þegar til baka. Þingið brýnir jafnframt alla bændur og aðra velunnara íslensks landbúnaðar að taka þátt í umræðunni af fullum þunga.

„Efnisleg rök Bændasamtakanna gegn aðild hafa ekki verið hrakin. Verði aðild að ESB að veruleika mun störfum í landbúnaði og tengdum greinum fækka stórlega en það leiðir til mikillar röskunar í byggðum þar sem landbúnaður er undirstaða atvinnu. Aðild mun einnig hafa  verulega neikvæð áhrif á fæðu- og matvælaöryggi landsins. Þorri landsmanna er sammála bændum," segir m.a. í ályktuninni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert