Kreppu auðvalds velt yfir á almenning

00:00
00:00

„Við vilj­um vekja at­hygli á því hvers kon­ar órétt­læti fer hér fram,“ seg­ir Krist­ín Snæ­fells Arnþórs­dótt­ir, ein þeirra sem stóðu að mót­mæl­um þegar full­trúi sýslu­manns­ins í Hafnar­f­irði bauð upp hús við Sel­vogs­götu í morg­un.

„Þetta er skömm og sví­v­irðing. Nú er þetta fólk sem hér bjó flúið af því það gat ekki borgað meir. Og líf­eyr­is­sjóður­inn - einn af okk­ar sjóðum - ætlaði að taka þetta hús á tvær millj­ón­ir,“ seg­ir Krist­ín.

Al­menni Líf­eyr­is­sjóður­inn keypti húsið á tutt­ugu millj­ón­ir, en byrjaði á því að bjóða tvær. Sjóður­inn á rúm­lega þrjá­tíu millj­óna króna kröfu á hús­geig­anda, sem var aðal ástæða þess að húsið var boðið upp.

Sam­tök­in Heima­varn­ar­liðið stóð fyr­ir mót­mæl­un­um, og söng meðal ann­ars lagið „Fram, fram fylk­ing“ á meðan upp­boðið fór fram. Lögð var sér­stök áhersla á orðin „Ræn­ingj­ar oss vilja ráðast á“.

„Við vilj­um fylgj­ast með því hörm­ung­ar­ferli, sem eigna­upp­taka af völd­um bank­anna er,“ seg­ir Þor­vald­ur Þor­valds­son hjá Heima­varn­ar­liðinu. Hann gagn­rýn­ir að kreppu auðvalds­ins skuli velt yfir á al­menn­ing.

Fulltrúi sýslumannsins í Hafnarfirði bauð íbúðina upp.
Full­trúi sýslu­manns­ins í Hafnar­f­irði bauð íbúðina upp. mbl.is/​Júlí­us
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert