Eigum ekki að borga Icesave

Ólafur Örn Nielsen, formaður SUS.
Ólafur Örn Nielsen, formaður SUS.

Samband ungra sjálfstæðismanna (SUS) ítrekar í ályktun andstöðu sína við að íslenskir skattgreiðendur verði látnir greiða fyrir Icesave reikninga Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Þá átelur SUS ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir að tala ekki máli Íslendinga erlendis.

SUS segir ljóst að hvorki íslenskur almenningur né stjórnvöld hafi stofnað til innlánsreikninga í Bretlandi og Hollandi. Það hafi einkarekinn banki gert. Þá sé Tryggingasjóður innistæðueigenda sjálfstæður og ekki á ábyrgð skattgreiðenda að borga skuldir hans.

SUS hvetur alla til að mæta á kjörstað á laugardag og segja nei við því að lög 1/2010 taki gildi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert