Skuldabyrðin sem Ísland stendur frammi fyrir felur í sér mikla áhættu fyrir íslenska ríkið sem horfir fram á umtalsverðar líkur á greiðsluþroti, takist ekki að halda vel á endurskipulagningu skulda.
Verkefnið er flókið og gæti reynsluleysi Íslendinga reynst dýrkeypt og aukið líkurnar á því að illa fari, með því að leggja milljarða, ef ekki tugi milljarða króna, á herðar ríkissjóðs að óþörfu.
Þetta er mat Alex Jurshevski, sérfræðings í endurskipulagningu skulda hjá kanadíska ráðgjafarfyrirtækinu Recovery Partners, sem á sínum tíma veitti nýsjálenska fjármálaráðuneytinu ráðgjöf andspænis sambærilegum vanda.
Jurshevski hefur kynnt sér skuldastöðu ríkissjóðs og fjallað um hana á vefsíðu Recovery Partners.
Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.