Heildarlaun flugumferðarstjóra um 900 þúsund

mbl.is/Brynjar Gauti

Heildarlaun flugumferðarstjóra hjá Flugstoðum og Keflavíkurflugvelli eru ríflega 900.000 þúsund krónur á mánuði að meðaltali en ekki 550-630 þúsund eins og haft var eftir flugumferðarstjórum í Morgunblaðinu í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem upplýsingafulltrúi Flugstoða hefur sent fjölmiðlum.

Þar er einnig á það bent að í Fréttablaðinu 24. febrúar sl. hafi verið haft eftir formanni samninganefndar FÍF að byrjunarlaun flugumferðarstóra væru 300 þúsund krónur á mánuði og þar ofaná reiknist vaktaálag.

„Í sömu frétt kom fram að 59 ára flugumferðarstjóri gæti verið með 570 þúsund krónur fyrir dagvinnu. Laun flugumferðarstjóra eru alltaf samsett úr föstum grunnlaunum og föstu vaktaálagi og því misvísandi að tala um grunnlaun í þessu sambandi. Hið rétta er að laun án yfirvinnu eða annarra aukagreiðslna hjá 59 ára gömlum flugumferðarstjóra eru rúmlega kr. 800.000.“

Fram kemur í fréttatilkynningunni að það sé ekki venja Flugstoða að fjalla um laun starfsmanna sinna en vegna misvísandi upplýsinga sem birst hafi í fjölmiðlum að undanförnu sjái  fyrirtækið sig knúið að leiðrétta þessar rangfærslur.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert