Kjósendir verða að ákveða sjálfir

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði á Alþingi í dag, að kjósendur ættu að ákveða sjálfir hvort þeir mæta á kjörstað á laugardag og hvort þeir segja nei, já eða sitja hjá. Sagðist Steingrímur ekki vilja gefa neinar leiðbeiningar um það.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hvort betra væri fyrir íslensku samningsstöðuna að fólk segði já eða nei við Icesave-lögunum. Þá spurði hún Steingrím hvort það myndi styrkja stöðu Íslands með einhverjum hætti að fólk mæti ekki á kjörstað á laugardag. Sjálf sagðist hún ekki vera í vafa um að allir ættu að mæta á kjörstað og segja nei. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert