Meinsemd hve verðtrygging er fyrirferðarmikil

Fjár­málaráðherra sagði á Alþingi í dag, að hann hefði lengi verið þeirr­ar skoðunar að það væri mein­semd hve verðtrygg­ing væri fyr­ir­ferðar­mik­il í fjár­mála­kerf­inu. Hins veg­ar væri ekki hægt að af­nema hana með stutt­um fyr­ir­vara og vinna yrði að því að draga úr henni með mark­viss­um hætti.

Stein­grím­ur var að svara fyr­ir­spurn frá Þór Sa­ari, þing­manni Hreyf­ing­ar­inn­ar, um hvort haf­inn væri und­ir­bún­ing­ur að því, að af­nema verðtrygg­ing­una.

Stein­grím­ur sagði að þessi mál væru heil­mikið til skoðunar. Hægt væri að gera ým­is­legt í áföng­um, þar á meðal að verðtryggð lán beri ekki einnig breyti­lega vexti held­ur fasta hóf­lega vexti, „það væri strax í átt­ina," sagði Stein­grím­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka