Meinsemd hve verðtrygging er fyrirferðarmikil

Fjármálaráðherra sagði á Alþingi í dag, að hann hefði lengi verið þeirrar skoðunar að það væri meinsemd hve verðtrygging væri fyrirferðarmikil í fjármálakerfinu. Hins vegar væri ekki hægt að afnema hana með stuttum fyrirvara og vinna yrði að því að draga úr henni með markvissum hætti.

Steingrímur var að svara fyrirspurn frá Þór Saari, þingmanni Hreyfingarinnar, um hvort hafinn væri undirbúningur að því, að afnema verðtrygginguna.

Steingrímur sagði að þessi mál væru heilmikið til skoðunar. Hægt væri að gera ýmislegt í áföngum, þar á meðal að verðtryggð lán beri ekki einnig breytilega vexti heldur fasta hóflega vexti, „það væri strax í áttina," sagði Steingrímur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert