Örugglega á hvolfi

00:00
00:00

Öllum öku­nem­um er nú skylt að fara eina bíl­veltu í sér­stök­um velti­bíl til að þeir upp­lifi á eig­in skinni hversu lífs­nauðsyn­leg bíl­belt­in eru.

Síðustu 15 ár hafa Um­ferðar­stofa, For­varn­ar­hús Sjóvár og Braut­in - bind­ind­is­fé­lag öku­manna haft á ein­um velti­bíl að skipa sam­eig­in­lega en í dag vænkaðist hag­ur þeirra til muna þegar Hekla af­henti þeim tvo flunku­nýja Wolkswagen velti­bíla til af­nota. Ann­ar bíll­inn verður al­farið í for­sjá For­varn­ar­húss sem kem­ur til af breyt­ing­um sem gerðar hafa verið á öku­námi.

Um leið og nýju bíl­arn­ir voru tekn­ir í notk­un var sá gamli af­skrifaður með mikl­um hvelli þegar hann var lát­inn velta niður 45 gráðu hallandi rampa á lóð Heklu. Um leið var fest á mynd hvernig lausa­mun­ir í bíl­um fara á flug við slík­ar aðstæður, en stór­hætta get­ur skap­ast af óskorðuðum gem­s­um, far­tölv­um og fleiru þegar bíll­inn fær á sig högg eða hvolf­ir.

Meg­in­hlut­verk velti­bíl­anna er hins veg­ar að sýna fram á að bíl­belt­in geta skilið á milli feigs og ófeigs þegar óhöpp verða í um­ferðinni.

Al­menn­ingi gefst svo kost­ur á að prófa nýju velti­bíl­ana á laug­ar­dag­inn 6. mars milli kl. 12 og 16 en þeir verða staðsett­ir á Heklu-plan­inu að Lauga­vegi 172 - 174


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert