Telja Íslendinga eiga að borga

Stór hluti Dana telur að Íslendingar eigi að borga Bretum …
Stór hluti Dana telur að Íslendingar eigi að borga Bretum og Hollendingum að fullu vegna Icesave. Brynjar Gauti

Stór hluti Dana telur rétt að Íslendingar verði látnir greiða Bretum og Hollendingum að fullu vegna Icesave. Þetta kemur fram í könnun sem MMR gerði á afstöðu Dana til Icesave deilunnar. Niðurstöður sýna að afstaða Dana er ólík afstöðu Norðmanna og Svía.

MMR kannaði afstöðu almennings í Danmörku til kröfu Breta og Hollendinga á hendur islenskum stjórnvöldum vegna Icesave. Af þeim sem tóku afstöðu töldu 45% rétt að Íslendingum yrði gert að  endurgreiða Bretum og Hollendingum að fullu vegna greiðslna yfirvalda í þessum löndum til innistæðueigenda.

Fjórðungur Dana taldi að Íslendingar ættu að neita að endurgreiða Bretum og Hollendingum og 30% Dana taldi að kostnaður vegna innistæðueigenda ætti að deilast milli landanna þriggja. 37% Dana kváðust ekki hafa skoðun á málinu. 

Afstaða Dana reyndist frábrugðin afstöðu Svía og Norðmanna í sambærilegum könnunum MMR.  Þær sýndu að 21% Svía og 33% Norðmanna töldu að Íslendingum bæri að endurgreiða Bretum og Hollendingum að fullu.

Við framkvæmd kannananna var stuðst við þjóðarúrtak Dana, Svía og Norðmanna á aldrinum 18-74 ára. Gerðar voru netkannanir.

Fjöldi þátttakenda í Danmörku var 1.013 og neituðu 46 að svara.

Fjöldi þátttakenda í Svíþjóð var 1.032  og neituðu 28 að svara.

Fjöldi þátttakenda í Noregi var 1.033 og neituðu 19 að svara.

Könnunin var gerð 11.-15. febrúar 2010.

MMR gerði kannanirnar í Danmörku, Svíþjóð og Noregi.
MMR gerði kannanirnar í Danmörku, Svíþjóð og Noregi.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert