Vildu hitta formennina eina

Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Birgitta Jónsdóttir.
Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Birgitta Jónsdóttir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Formenn ríkisstjórnarflokkanna reyndu í fyrradag að stefna formönnum stjórnarandstöðuflokkanna einum og einum til fundar við sig þar sem þeir töldu að þannig væri líklegra að hægt yrði að breyta afstöðu stjórnarandstöðunnar til mögulegrar frestunar á þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave.

Þetta segir Birgitta Jónsdóttir, formaður Hreyfingarinnar. Ekki hafi uppgötvast að ráðherrarnir stefndu stjórnarandstöðuformönnunum einum og einum til fundar við sig fyrr en hún og formaður Framsóknarflokks báru sig saman. Þá hafi formaður Sjálfstæðisflokks þegar verið farinn til fundar við ráðherrana. Formenn Hreyfingar og Framsóknar fóru hins vegar saman.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert