5 ára börnum hleypt í grunnskólann?

Frá Hólmavík.
Frá Hólmavík. bb.is

Uppi eru hugmyndir að 5 ára börn verði tekin inn í Grunnskólann á Hólmavík og að þau verði að einhverju leyti með 6 ára nemendum í náminu.

Á fundi nefndar grunnskóla og Tónskóla Strandabyggðar kom fram að áætlaður nemendafjöldi næsta árs er 81 nemandi og er fyrirséð að tveir nemendur hefji skólagöngu í haust. Nefndin lagði til að leikskólanefnd taki afstöðu til hugmyndarinnar um að 5 ára börn séu tekin að einhverju leiti inn í skólastarfið og sé það vilji leikskólanefndar og sveitarstjórnar til þess að hugmyndin verði skoðuð nánar, verði það hlutverk sveitarstjórnar að skipa nefnd sem hefur það hlutverk að fara yfir kosti og galla þessara hugmynda.

Á fundinum var einnig fjallað um möguleika á framhaldsdeild fyrir ungmenni á svæðinu. „Það væri möguleiki að fara í samstarf við Reykhóla og Dalina og yfir á Drangsnes. Hentugt væri til dæmis að hafa þessa deild starfsrækta í Tjarnalundi eða Vogalandi sem væri miðsvæðis,“ segir í fundarbókun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert