Allra augu á Íslandi

Erlendir fjölmiðlamenn hafa aðstöðu á efri hæðinni í Iðnó, þaðan …
Erlendir fjölmiðlamenn hafa aðstöðu á efri hæðinni í Iðnó, þaðan sem þeir skrifa og senda fréttir. Árni Sæberg

„Kosn­ing­in hér get­ur haft mik­il áhrif víðar en á Íslandi. Ég býst við að stjórn­mála­menn í Evr­ópu ótt­ist að ef Íslend­ing­ar segi þvert nei þá gæti það smit­ast til annarra landa eins og Grikk­lands og Írlands.

Venju­legt fólk muni þá hugsa sem svo að fyrst Íslend­ing­ar geti gert þetta, af hverju ekki við. Þetta skýr­ir senni­lega þann mikla áhuga sem er­lend­ir fjöl­miðlar sýna kosn­ing­un­um á Íslandi,“ seg­ir Stephen Evans, fréttamaður hjá BBC til fjölda ára, einn þeirra fjöl­mörgu er­lendu frétta­manna sem komn­ir eru til lands­ins til að fylgj­ast með þjóðar­at­kvæðagreiðslunni um Ices­a­ve.

Full­trú­ar um 30 fjöl­miðla boðuðu komu sína, flest­ir frá Norður­lönd­un­um og Evr­ópu en einnig frá Banda­ríkj­un­um, Kína og Jap­an.

Evans seg­ir Íslend­inga ekki eina um það að hugsa bönk­un­um þegj­andi þörf­ina. Sú skoðun sé út­breidd í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um.

Sjá nán­ari um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert