Bílaleigur fá að kaupa notaða bíla

Mikið er til af óseldum bílum í landinu.
Mikið er til af óseldum bílum í landinu. Ómar Óskarsson

Rík­is­stjórn­in hef­ur samþykkt að heim­ila bíla­leig­um að kaupa notaða bíla sem flutt­ir hafa verið til lands­ins og fá end­ur­greidd­an virðis­auka­skatt af þeim. Þetta er gert vegna þess að horf­ur eru á að skort­ur verði á bíla­leigu­bíl­um í sum­ar og mikið er til að óseld­um bíl­um í land­inu.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra seg­ir að all­ar lík­ur séu á að árið í ár verði gott ár í ferðaþjón­ust­unni. Á síðasta ári hafi verið skort­ur á bíla­leigu­bíl­um og áætlað sé að það vanti um 1000 bíla­leigu­bíla inn í flot­ann í sum­ar þegar mest verður að gera í ferðaþjón­ust­unni. Það þurfi að mæta þess­ari þörf.

„Vegna geng­is krón­unn­ar og af fleiri ástæðum er end­ur­nýj­un flot­ans dýrt. Hins veg­ar standa hér þúsund­um sam­an ný­leg­ir eða jafn­vel ónotaðir bíl­ar. Það hef­ur orðið að ráði að leggja fram frum­varp sem heim­il­ar bíla­leig­um tíma­bundið, til árs­loka, að kaupa notaða bíla inn í flot­ann og fá virðis­auka­skatt­inn frá­dreg­inn. Þannig að bíla­leig­urn­ar geta þá dregið rúm­lega 20% frá verði bíl­anna við kaup.“

Áætlað er að þetta kosti rík­is­sjóðs 300 millj­ón­ir, en Stein­grím­ur seg­ir að þeir pen­ing­ar komu marg­falt til baka.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka