Boða uppboð á Fríkirkjuvegi 11

Fríkirkjuvegur 11
Fríkirkjuvegur 11 Árvakur/Sverrir

Samtökin Nýtt Ísland ætla að halda uppboð á Fríkirkjuveg 11 á morgun
klukkan 11. Húsið er í eigu Novators, fjárfestingarfélags Björgólfs Thors Björgólfssonar.

„Fólk er hvatt til að mæta og bjóða í Fríkirkjuveg 11. Samtökin NÍ
vilja að Bretar og Hollendingar endurheimti fé og eignir fyrrverandi
eigenda Landsbankans.

Íslenskur almenningur vill og ætlar ekki að greiða skuldir Icesave mannanna sem lifa enn í vellystingum á meðan eignir landsmanna brenna," segir í tilkynningu frá samtökunum.

Síðastliðið sumar ruddist hópur manna inn í Fríkirkjuveg 11 til að mótmæla Icesave-samningunum umdeildu. Fólkið hrópaði hástöfum: „Húsið er okkar“ og dró gulan fána að húni.

Uppboðstilkynningin
Uppboðstilkynningin
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert