„Írar hafa mikinn áhuga á Íslandi því við erum í svipaðri stöðu. Við höfum þjóðnýtt tvo banka og margir einkareknir bankar eru illa staddir.
Því er horft til íslensks samfélags og hvernig borgaralegar hreyfingar hafa leikið stórt hlutverk í þróun mála,“ segir Elaine Byrne, aðjúnkt við Trinity College í Dublin og dálkahöfundur hjá Irish Times, um áhuga Íra á íslenska hruninu.
„Ég held að margar ríkisstjórnir séu taugaveiklaðar vegna stöðunnar á Íslandi því hún kann að verða fordæmisgefandi fyrir þegna ríkjanna til þess að láta til sín taka í kröfum um óhefðbundnar lausnir í deilum við bankastofnanir.“