Rísi upp eins og Íslendingar

Innsigli Írlandsbanka. Mikil ólga er í írsku þjóðfélagi og eru …
Innsigli Írlandsbanka. Mikil ólga er í írsku þjóðfélagi og eru skiptar skoðanir um hversu stóru hlutverki ríkið eigi að gegna í að rétta fjármálalífið af eftir hrunið. reuters

„Írar hafa mikinn áhuga á Íslandi því við erum í svipaðri stöðu. Við höfum þjóðnýtt tvo banka og margir einkareknir bankar eru illa staddir.

Því er horft til íslensks samfélags og hvernig borgaralegar hreyfingar hafa leikið stórt hlutverk í þróun mála,“ segir Elaine Byrne, aðjúnkt við Trinity College í Dublin og dálkahöfundur hjá Irish Times, um áhuga Íra á íslenska hruninu.

„Ég held að margar ríkisstjórnir séu taugaveiklaðar vegna stöðunnar á Íslandi því hún kann að verða fordæmisgefandi fyrir þegna ríkjanna til þess að láta til sín taka í kröfum um óhefðbundnar lausnir í deilum við bankastofnanir.“

Innt eftir birtingarmyndum þessarar kröfu segir Byrne það hafa komið til umræðu að forseti Írlands eigi að neita að staðfesta frumvörp um niðurskurð heldur vísa þeim til hæstaréttar og grípa þannig inn í atburðarásina líkt og forseti Íslands gerði með því að synja Icesave-lögunum staðfestingar í janúar.

Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert