Tugi milljarða ber enn á milli í deilunni

Þegar kjörstað í Laugardalshöllinni var lokað í gærkvöldi höfðu á …
Þegar kjörstað í Laugardalshöllinni var lokað í gærkvöldi höfðu á sjötta þúsund manns greitt atkvæði. Ernir Eyjólfsson

Engir formlegir fundir fóru fram í Lundúnum í gær með íslensku samninganefndinni um Icesave og Bretum og Hollendingum, en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins voru óformlegar þreifingar í gangi allan daginn og langt fram eftir kvöldi.

Heldur dró saman með deiluaðilum, en ágreiningurinn sem út af stendur varðar einhverja tugi milljarða króna í fjármagnskostnaði.

Í gærkvöld voru allar líkur taldar á því að samninganefnd Íslands kæmi heim í dag, en viðmælendur lögðu á það áherslu að viðræðum hefði ekki verið slitið og að ákveðinn vilji væri til þess að taka þær upp að nýju í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar.

Í gær og fyrradag sýndi sig, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, að Bretar og Hollendingar komu talsvert til móts við hugmyndir íslensku samninganefndarinnar, sérstaklega hvað varðaði hina efnahagslegu þætti málsins, þ.e. vaxtakjör og lengd vaxtaleysistímabils í upphafi samningstímans.

Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert