Franek Rozwadowski, fastafulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi, segir að vinna við endurskoðun efnahagsáætlunar AGS sé langt á veg komin. Icesave-deilan flæki hins vegar málið.
„Við höfum unnið með íslenskum stjórnvöldum að því að ljúka öllum þáttum sem tengjast endurskoðuninni, m.a. því forgangsmáli að ljúka endurfjármögnun bankakerfisins. Þessari vinnu er nánast lokið. Hins vegar þurfum við, áður en hægt er að ljúka málinu, að fá staðfestingu á því að fjármögnun áætlunarinnar sé í höfn og hún njóti alþjóðlegs stuðnings. Þó að Icesave-málið sé ekki meðal skilyrða fyrir áætluninni getur það flækt tilraunir til að tryggja þessa fjármögnun og alþjóðlegan stuðning.“
Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.