Fóru að heimili Björgólfs

Björgólfur Guðmundsson.
Björgólfur Guðmundsson. mbl.is/Kristinn

Hópur á vegum samtakanna Nýtt Ísland fór að heimili Björgólfs Guðmundssonar, formanns bankaráðs Landsbankans, við Vesturbrún í morgun. Í tilkynningu kemur fram að fólkið hugðist bjóða húsið upp. Bankað var að dyrum og svarað í dyrasíma.

Í tilkynningu frá samtökunum kemur fram, að kvenmaður svaraði í dyrasíma. Sagði hún að Björgólfur væri saklaus og um áróður ríkisstjórnar Íslands væri að ræða. Það væri hún sem sigldi öllu í kaf.

Hópurinn kom víðar við í morgun því einnig var bankað upp á hjá Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra. Var það gert til að minna hana á að kjósa í fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslunni sem haldinn er á lýðveldistíma landsins. Jóhanna kom ekki til dyra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka