Varpa þurfti hlutkesti í formannskjöri á aðalfundi Sambands íslenskra myndlistarmanna í dag. Hlynur Hallsson, sem hefur verið formaður sambandsins, og Hrafnhildur Sigurðardóttir voru í kjöri og fengu jafnmörg atkvæði, 134 hvort en tvö atkvæði voru ógild. Því var varpað upp peningi og valdi Hrafnhildur skjaldarmerkið, sem kom upp.